Engar lækkanir??

Get ekki orða bundist lengur!

Gengið styrkist og styrkist en ekkert ber á lækkunum af neinu tagi sama hvar litið er?

Verslunarmenn grétu og grétu því þeir urðu að hækka og hækka já og hækka allar vörur vegna slæmrar stöðu gengisins á síðasta ári.

Sama má segja um allar aðrar vörur svo sem áfengi sem er náttúrulega mikil nauðsynjavara og gerir öllum gott í hófi að sjálfsögðu.

Hvað hafa orðið margar olíulækkanir frá áramótum 2??

Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að eins og gengið eins og það er skráð í dag hefur það lækkað um

ca 23% give or take a few?

Það er bara með öllu óskiljanlegt að ekkert heyrist í neytendasamtökunum eða öðrum hlutaðeigandi sem verja eiga hagsmuni aumingjanna (okkar).

Það er líka skrítið hvað menn rjúka alltaf til og hækka en eru gríðarlega seinir til lækkunar,og nú hafa menn ekki þá afsökun að það sé vegna þess að þeir hafi keypt inn miklar byrgðir,ef þeir halda því fram þá hreinlega LJÚGA ÞEIR best að segja þetta á íslensku.

Ég þekki nefninlega aðeins til innflutnings og hann hefur nánast enginn verið í um 6-8 mán.

menn hafa bara flutt inn nauðsynlegar byrgðir til að halda rekstri gangandi ekkert meir!!

Góðar stundir.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að vekja athygli á þessu. Það er svo margt í gangi núna að fólk hefur lítið verið að spá í gengisbreytinga til hækkunar, sem gæti komiið til lækkunar á vöruverði

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Þór Þorkelsson

Höfundur

Hjalti Þór Þorkelsson
Hjalti Þór Þorkelsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband