18.9.2010 | 11:04
Rjúpan og Náttúrufræðistofnun
Ég get ekki orða bundist yfir þessari vitleysu sem öll lög og ráðgjöf varðandi Rjúpuna er og hefur verið síðan þessi friðun byrjaði með veiðibanni um árið.
Ég er einn af þeim sem veiði og borða Rjúpu en veiði bara fyrir mína fjölskyldu í jólamatinn, læt það duga.
Þegar veiðibannið var sett á var sett sölubann sem er enn í gildi til að stemma stigum við magnveiði, ekki hef ég heyrt eða séð ritað nokkursstaðar að því hafi verið fylgt eftir með einhverjum aðgerðum?
Finnst mér ákaflega skrítið að ekkert hafi heyrst um að menn hafi verið teknir fyrir sölu Rjúpu sem segir manni að þessum lögum sé ekki fylgt eftir, að mínu áliti á að svipta menn byssuleyfi ævilangt og hafa stóra sekt við sölu á Rjúpu? Til hvers eru lögin annars, eru þau bara til að brjóta þau ár eftir ár?
Það eina sem maður hefur heyrt er að menn séu teknir fyrir veiðar án leyfis landeiganda o.s.frv. en ekkert vegna magnveiði og sölu, en lögin voru jú sett til að stemma stigum við slíku atferli.
Verð á Rjúpu hefur farið í 11000 kr. stk. hæst (Örugglega einstök tilvik) en meðalverð liggur um 5000 kr. stk þessi ár sem liðin eru síðan veiðar voru leyfðar að nýju. Það leyndi sér ekki að meira var um Rjúpu á síðasta ári en árin þar á undan, enda lækkaði hún í verði en var samt um 2500-3000 kr.stk. það sjá það allir sem vilja að þarna er hægt að hafa mikið af peningum með sölu á Rjúpu. Þarna verður eitthvað að gera annað en að sjá vitleysinga eins og Ólaf K. Nielsen koma fram og segja að stofnstærð sé ofmetin og áhrif veiða vanmetin.
Hvernig væri að gera eitthvað í hlutunum og það á við um mig líka að láta vita af söluveiðimönnum frétti ég af þeim!
Auðvitað kostar peninga að herða eftirlitið, en við veiðimenn borgum fyrir veiðikortin og áttu þær greiðslur að skila sér til rannsókna á Rjúpunni ef ég man rétt, notið þá peninga og hættið að væla í fjölmiðlum til að fá kerlingarnar í vesturbænum til að mæra ykkur fyrir friðun sem engu skilar.
Svo eru stærstu mistökin sem þessir bjánar sem stjórna loka augunum algerlega fyrir og segja reyndar engum frá heldur og það er mesta snilli sem Bjánarnir í Umhverfisstofnun og sennilega Náttúrustofnun hafa gert og það er FRIÐUN tófunnar?? Óskiljanleg ákvörðun enda er mófugl að hverfa mjög víða og meira ber á tófu yfir hádaginn sem segir manni að fæðuskortur sé hjá henni, en Rjúpan er jú hennar helsta fæða, hún leggst á hreiðrin og tekur eggin á vorin og tekur svo fuglinn í bælum á veturna. Sveitarfélögin koma reyndar að fjölgun tófunnar líka en mörg eru hætt að greiða fyrir grenjatökur og vei'ar á tófu vegna þess að ríkið hætti að styrkja slíkt!!.
Lokaorð mín eru þessi: Takið til í rassgatinu hjá sjálfum ykkur áður en þið komið með svona fréttaflutning í fjölmiðla, gerið eitthvað í málunum til að fylgja þeirri löggjöf eftir sem þið settuð sjálfir, herðið eftirlitið til muna og takið magnveiðimennina og leyfið aftur veiðar á tófu í þjóðgörðum landsins því þið hafið stuðlað að ójafnvægi í náttúru landsins!!
Það er betra að þegja og vera álitin fáviti, en tala og taka af allan vafa!!
Hjalti Þór Þorkelsson
Takmörkun veiða skilar ekki árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2009 | 18:51
Hver býr í gaddavírnum? Amma?
HVernig er það með stjórnvöld og óhæfan sjávarútvegsráðherra,á ekkert að gerast til bjargar þjóðinni?
Við eigum eina mjög góða og fljótvirka leið út úr vandanum,en það er eins og fólk vilji ekki sjá þá leið eða nota hana?
Hún er sú að auka allar aflaheimildir um 100% í öllum tegundum en það myndi auka tekjur þjóðarinnar um 150-200 milljarða á ári.
Ef þessi leið er farinn þarf ekkert að hækka skatta og aðrar álögur sem virðist vera eini vilji stjórnvalda,gera landið óbyggilegt vegna mikilla erlendra skulda sem kosta of mikið.
Við drepum ekki fiskistofnana þótt kvóti yrði aukinn um 100% í kannski 5-6 ár,en það myndi klárlega bjarga þjóðinni,allt atvinnulíf færi á fullt aftur, gjaldeyrir myndi streyma inn og þjóðin risi upp aftur enn sterkari en fyrir hrun.
Hér væri um fljótvirkustu lausn vandans sem hugsanleg er og mjög raunhæf,lögfesta aðgerðina í 5-6 ár,síðan færi allt í sama horf og það er í dag.
Með svona aðgerð myndu allir græða þótt verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja færi niður á meðan aðgerðin stæði yfir,en þeir fengju það til baka með auknu verðmæti pr.ár á meðan þetta stæði yfir og síðan skiluðu verðmætin sér aftur þegar aðgerðinni lyki.Á meðan gegnið er svona lágt er þetta skjótvirkasta og áhrifaríkasta aðgerð sem við höfum.
Einnig er hugsanlegt að þetta myndi stöðva fólksflóttann úr landi sem nemur um 1.fjölskyldu á dag og er ég einn af þeim sem er að hugsa um landflótta ef ekkert er gert.
Eða eins og maðurinn orðaði það "Ef ég þarf að velja á milli fisks og manns,þá drep ég fiskinn" þessa setningu þarf ekkert að rökræða? Held að Lúðvík Jósepsson hafi sagt þetta?
En kannski býr Guð í gaddavírnum eins og Megas söng um??
18.7.2009 | 21:07
Alveg makalaus framkoma!
Alveg er unun að fylgjast með því hvernig menn ganga gegn sannfæringu sinni og annarra sem kusu þá?
Steingrímur J. að mála sig út í horn sem einhver ómerkasti flokksforingi Íslandssögunnar með því að samþykkja aðildarviðræður við ESB,í raun alveg svakalegt að sjá hringinn sem hann hefur tekið! Og er þar með öðlast titilinn Ragnar Reykás með miklum yfirburðum.
Sem betur fer kaus ég ekki þennan flokk ef flokk skyldi kalla!
Svo er það mesti vitleysingur sem komið hefur fram í íslenskri pólitík nefninlega Jón Bjarnason sem gerður er að sjávarútvegsráðherra "Hjálpi mér allir heilagir" þvílíkt og annað eins að slíkur maður skuli komast í ráðherrastól yfirhöfuð og þá inn á þing,hver kýs svona andsk.... vitleysing inn á þing.
Ég held að þeir sem kusu hann hljóti að hafa samviskubit svei mér þá,nema alþingi sé orðinn verndaður vinnustaður og fólk þá með góða samvisku yfir því að hafa kosið hann.
Eitt af fáum ráðum sem við eigum til að geta hugsanlega staðið við allar þær skuldbindingar sem þessi vitfyrrtu einstaklingar á Alþingi hafa samþykkt er einmitt að auka aflaheimildir og skapa þar verðmæti.
Nei nei vitleysingurinn dregur úr öllum heimildum og minnkar þar með verðmætin,sem endar svo með því að við almúginn þarf að borga meira í alla skatta og álögur.
Segðu af þér Jón Bjarnason og hættu á þingi sem fyrst?? Þú gerir bara illt verra og er það þó nóg fyrir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 09:39
Strengjabrúðurnar!!
Hvernig er það eiginlega með siðgæðið í Íslensku þjóðfélagi,á almenningur að greiða allt svíanríið fyrir glæpamennina sem komu öllu á kaldan klaka?
Það er í raun átakanlegt að horfa á þessa ræfla sem hafa verið kosnir af þjóðinni til að leysa þessi erfiðu mál,hvernig þeir hafa spriklað gjörsamlega heftir af peningavaldinu sem enn stjórnar hér öllu eða vegna þess að þeir þekkja flesta og hafa tekið þátt í boðum og öðrum gjörningum,sem útrásarvíkingarnir hafa boðið til.
Það er öllum heilvita mönnum ljóst að þessir menn frömdu stórglæp gagnvart Íslensku þjóðfélagi en að þeir séu sóttir til saka nei nei,aumingjarnir borga með diggri tilsögn vitleysinganna sem sitja á þingi sem hækka allar álögur og skatta,ætli þeir fái bónusa fyrir hvert prósentustig til hækkunar?
Ef svo færi að sannanir yrðu bornar upp sem óvéfenglega sýna fram á þessa glæpi,fær þá almenningur greitt til baka allt sem við höfum borgað með þessum aðgerðum vitleysinganna?
Maður þarf sennilega ekki að hugsa um það því þeir verða aldrei sóttir til saka þessir menn,því þeir stjórna öllu og hafa ræflana á þingi í vasanum.
Alla vega bólar enn ekkert á aðgerðum til varnar heimilum í landinu,ekkert gert til að leiðrétta verðtryggðu lánin og ekkert gert nema tala um gengislánin,það er best bara tala og tala,þannig er kannski hægt að fá almenning til að gleyma hlutunum,við erum svo vitlaus enda kusum við þessa aumingja enn og aftur.
Sennilega er eina svarið að gera vopnaða byltingu og koma þessum ribbaldalýð frá? Ekki gera þeir mikið í stærsta sakamáli Íslandssögunnar,það heyrist allavega ekkert um það,að það eigi að sækja menn til saka fyrir þessa gjörninga hvað þá að verið sé að rannsaka þeirra mál,nema á skattasviðinu með einhverja reikninga út um víðan völl,sem sennilega verður aldrei hægt að ná í. Vegna þess að í stað þess að frysta eigur þessara manna þá voru menn uppteknir af því að vara þá við svo þeir kæmu örugglega öllu undan í tíma?
Maður spyr sig þessara spurninga og eini árangurinn er að maður verður argari og argari yfir algeru andvaraleysi og sífelldum hækkunum á öllu sem viðkemur og lendir á almenningi sem á varla til hnífs og skeiðar,í stað þess að sækja einfaldlega peningana sem allir vita að þessir menn eiga!Var ekki Jón Ásgeir að versla einhverja búð í London um daginn?
Það er megn skítalykt af öllum aðgerum vitlaysinganna á þingi.
Einn sem er búinn að fá alveg nóg af aumingjaskapnum.
Hjalti Þór Þorkelsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 13:35
Engar lækkanir??
Get ekki orða bundist lengur!
Gengið styrkist og styrkist en ekkert ber á lækkunum af neinu tagi sama hvar litið er?
Verslunarmenn grétu og grétu því þeir urðu að hækka og hækka já og hækka allar vörur vegna slæmrar stöðu gengisins á síðasta ári.
Sama má segja um allar aðrar vörur svo sem áfengi sem er náttúrulega mikil nauðsynjavara og gerir öllum gott í hófi að sjálfsögðu.
Hvað hafa orðið margar olíulækkanir frá áramótum 2??
Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að eins og gengið eins og það er skráð í dag hefur það lækkað um
ca 23% give or take a few?
Það er bara með öllu óskiljanlegt að ekkert heyrist í neytendasamtökunum eða öðrum hlutaðeigandi sem verja eiga hagsmuni aumingjanna (okkar).
Það er líka skrítið hvað menn rjúka alltaf til og hækka en eru gríðarlega seinir til lækkunar,og nú hafa menn ekki þá afsökun að það sé vegna þess að þeir hafi keypt inn miklar byrgðir,ef þeir halda því fram þá hreinlega LJÚGA ÞEIR best að segja þetta á íslensku.
Ég þekki nefninlega aðeins til innflutnings og hann hefur nánast enginn verið í um 6-8 mán.
menn hafa bara flutt inn nauðsynlegar byrgðir til að halda rekstri gangandi ekkert meir!!
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hjalti Þór Þorkelsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Verslun Hjalta Verslun með tónlist og DVD
- Peningar Hægt að vinna heima
- Hjaltabúð Skólavörur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar